Fréttabréf, dagatöl og matseðill fyrir maí

Fréttabréf og dagatöl frá öllum deildum nema Tjarnarhóli eru komin inn á síðuna. Fréttabréfið er óvenju langt þennan mánuðinn. Einnig er matseðill mánaðar kominn inn. Þið finnið þessi gögn undir Upplýsingar > Fréttabréf og dagatöl deilda og Upplýsingar > Matseðill/mötuneyti.

Skóladagatal fyrir skólaárið 2016 -2017

Skóladagatal fyrir skólaárið 2016 -2017 er komið inn á síðuna. Hægt er að finna það undir Upplýsingar > Skóladagatal og Starfsáætlun. Foreldrar geta séð hvað er í gangi  hverju sinni í starfi skólans og geta jafnframt séð allar lokanir vegna kennarafunda og skipulagsdaga fyrir þetta tímabil. Foreldarráð skólans hefur samþykkt skóladagatalið og verður það lagt… Read More »

Sunnuhvoll og Fífilbrekka

Sunnuhvoll – Fífilbrekka árg. 2010. Á morgun miðvikudag og fimmtudag eru vorþemadagar hjá Sunnuhvoli, Fífilbrekku og 1.bekk (árgangi 2009-2010). Ætlunin er að skipta börnunum í tvo hópa, annar hópurinn verður í verkefnavinnu inn á 1.bekkjarsvæðinu en hinn hópurinn á að vera í þrauta- og leikjavinnu upp í Naustaborgum og svo öfugt daginn eftir. Nú er… Read More »

Búðargil

Í síðustu viku fórum við í styttuferð og skoðuðum fyrst skúlptúrinn Hörpu bænarinnar á Hamarkotstúni og Systurnar sem er neðan við andapollinn. Þetta var skemmtileg ferð og ekki skemmdi fyrir að við hittum kött á Hamarkotstúninu sem elti okkur allan tímann, eða allt þar til við fórum upp í strætó heim. Við héldum líka upp á… Read More »

Náms- og kynnisferð starfsmannahóps Naustatjarnar

Dagana 19. apríl til 22. apríl fara 25 manns úr starfsmannahóp Naustatjarnar í náms- og kynnisferð til Stokkhólms í Svíþjóð. Þrír leikskólar verða heimsóttir. Galaxen sem er 7 deilda leikskóli með 109 börn. Ein deild skólans er sænsk/ensk og eru bæði tungumálin notuð jafnt í samskiptum við börnin. Mikil áhersla er á að læra í gegnum… Read More »

Huldusteinn. Styttuferð og gróðursetning paprikufræja.

Í síðustu viku fóru Hófí og Stella með hópana sína í styttuferð, við skoðuðum útilistaverkin „Heimur vonar“ og „Útlaginn“ og „Tilvera“,  myndir úr ferðinni á myndasíðunni. Geiri kokkur safnaði saman fullt af paprikufæjum í eldhúsinu og bauð deildum, börnin settu síðan fræin í mold í hópastarfi og fara með sína paprikudollu heim. Myndir á heimasíðu.

Huldusteinn. Yngismeyjardagur og afmæli Elísabetar.

Nú er búið að setja inn helling af myndum frá yngismeyjardeginum. Strákarnir á deildinni voru búnir að gera kórónur á yngismeyjarnar sem þeir færðu þeim í samveru og svo sungu þeir líka fyrir stelpurnar nokkur lög að eigin vali.  Á meðan stákarnir fóru í útiveru fengu stelpurnar dekur. Þær fengu fótabað og fótanudd með ilmandi… Read More »

Vökuvellir-yngismeyjadagur

Í tilefni af komu sumars fögnum við yngismeyjadegi og fengu börnin vöfflur í kaffinu og drengirnir gáfu stúlkunum kort, sem þeir höfðu skreytt.

Krakkarnir á Fífilbrekku og Sunnuhvoli í íþróttum

Elstu krakkarnir á Fífilbrekku og Sunnuhvoli fengu í gær að æfa sig að fara í íþróttatíma. Við fórum með rútu í Glerárskóla þar sem krakkarnir í Naustaskóla fara í íþróttir þar og hittum íþróttakennarana sem kenna þeim. Þetta gekk ljómandi vel og allir stóðu sig vel. Það er komið fullt af myndum úr tímanum, sumar… Read More »

Fífilbrekka – febrúar og mars í máli og myndum

Núna erum við loksins búnin að setja inn fullt af myndum eftir allt of langan tíma. Febrúar og mars voru frábærir og viðburðarríkir mánuðir hjá okkur, en því miður gleymist oft að mynda börnin í hópastarfinu. Við vorum í endurvinnsluþema með Sunnuhvoli tvo daga í röð um miðjan febrúar. Þar vorum við með fimm stöðvar;… Read More »