Tjarnarhóll Sumarlokun

Á mánudaginn hefst sumarlokun leikskólans. Við vonum að þið kæru foreldrar og börn, eigið gott sumarfrí saman og njótið þess. Í annari viku eftir opnun hefst aðlögun milli deilda. Þá kveðjum við börnin sem flytja á Fífilbrekku og Sunnuhvol en þau hafa verið hjá okkur síðasta skólaár og sum reyndar í 2-3 ár og fáum 22 ný börn… Read More »

Fréttabréf, dagatöl og matseðill mánaðar / ágúst

Fréttabréf og dagatöl frá Fífilbrekku, Tjarnarhóli og Vökuvöllum eru komin inn á síðuna. Dagatöl frá hinum deildunum þremur og matseðill birtist við fyrsta tækifæri. Þegar öll gögn hafa skilað sér er þau að finna undir Upplýsingar > Fréttabréf og dagatöl deilda og Upplýsingar > Matseðill/mötuneyti.

Sumarlokun Naustatjarnar

Í dag, 1. júlí er síðasti starfsdagur Naustatjarnar fyrir sumarlokun. Við höfum opið á milli deilda þar sem börnin heimsækja kennara og börn annarra deilda, við ætlum að grilla pylsur í hádeginu og njóta samveru hvers annars. Skólinn opnar svo aftur þriðjudaginn 2. ágúst kl. 07:45.

Búðargil

Í dag var síðasti dagur fyrir sumarfrí, það var opið milli deilda og börnin fengu grillaðar pylsur í tilefni dagsins. Við vonum að þið eigið ánægjulegt sumarfrí. Við opnum svo aftur þriðjudaginn 2 ágúst. Sumarkveðja Halla, Soffía, Þórhalla, Gunnhildur og Helena Rós 🙂

Vökuvellir

Sæl öll. Nú förum við alveg að fara að detta inn í sumarfrí og er búið að vera tiltekt síðustu daga þar sem mála á deildina í sumar, sem og allan suðurhluta hússins. Við vonum að þið eigið öll gott sumarfrí og gerið margt skemmtilegt. Bestu kveðjur frá kennurum Vökuvalla

Fífilbrekka og Sunnuhvoll í sólskinsferð

Í dag fóru börn og kennarar á elstu deildunum tveimur út í bæ að leita að sólskininu. Við komum við í Sundlaugargarðinum og lékum okkur þar. Þar vorum við heppin að hitta gamla vini sem voru eitt sinn á Naustatjörn. Síðan fórum við á Hamarkotstúnið og vörðum þar mestum hluta dagsins við leik, allskyns boltaleiki,… Read More »

Deildin okkar heitir núna Búðargil

Sælir foreldrar, Nú heitir deildin okkar Búðargil og við höfum sett myndir af grænfánahátiðinni okkar undir Búðargilsnafninu endilega skoðið þær, annars höfum við notið góða veðursins undanfarna daga og verið mikið úti kveðja kennarar Búðargils 🙂

Vökuvellir-Grænfána-og vorhátíð

Fimmtudaginn 9. júní fögnuðum við 9 ára afmæli Grænfánans og héldum einnig vorhátíð. 2. júní fórum við ævintýralega ferð í Lystigarðinn. Myndir af þessum viðburðum eru komnar á myndasíðuna okkar.

Búðargil – Ísferð, Grænfánahátíð, Vorhátíð

Kæru foreldrar. Við vorum að setja inn myndir frá ísferðinni okkar í síðustu viku. Við notuðum tækifærið og nýttum ferðina til að skoða okkur svolítið um í Búðargilinu þegar við gengum niður það, því við höfum unnið í vetur með Búðargilið (nafnið á deildinni okkar) í átthagaverkefninu sem unnið er að fram að umsókn um nýjan grænfána. Fyrir hádegi… Read More »

Tjarnarhóll- myndir, vorhátíð og fluttningar

Sæl Nú erum við að setja inn myndir af því sem við höfum verið að brasa síðustu daga eins og ísferðinni í Brynju, einnig viljum við minna á að á morgun fimmtudag er vorhátiðin okkar og hún byrjar 14:30 gaman væri að sjá ykkur sem flest 🙂  við erum einnig að fara að flytja yfir… Read More »