Fífilbrekka og Sunnuhvoll í sólskinsferð

Í dag fóru börn og kennarar á elstu deildunum tveimur út í bæ að leita að sólskininu. Við komum við í Sundlaugargarðinum og lékum okkur þar. Þar vorum við heppin að hitta gamla vini sem voru eitt sinn á Naustatjörn. Síðan fórum við á Hamarkotstúnið og vörðum þar mestum hluta dagsins við leik, allskyns boltaleiki,… Read More »

Deildin okkar heitir núna Búðargil

Sælir foreldrar, Nú heitir deildin okkar Búðargil og við höfum sett myndir af grænfánahátiðinni okkar undir Búðargilsnafninu endilega skoðið þær, annars höfum við notið góða veðursins undanfarna daga og verið mikið úti kveðja kennarar Búðargils 🙂

Vökuvellir-Grænfána-og vorhátíð

Fimmtudaginn 9. júní fögnuðum við 9 ára afmæli Grænfánans og héldum einnig vorhátíð. 2. júní fórum við ævintýralega ferð í Lystigarðinn. Myndir af þessum viðburðum eru komnar á myndasíðuna okkar.

Búðargil – Ísferð, Grænfánahátíð, Vorhátíð

Kæru foreldrar. Við vorum að setja inn myndir frá ísferðinni okkar í síðustu viku. Við notuðum tækifærið og nýttum ferðina til að skoða okkur svolítið um í Búðargilinu þegar við gengum niður það, því við höfum unnið í vetur með Búðargilið (nafnið á deildinni okkar) í átthagaverkefninu sem unnið er að fram að umsókn um nýjan grænfána. Fyrir hádegi… Read More »

Tjarnarhóll- myndir, vorhátíð og fluttningar

Sæl Nú erum við að setja inn myndir af því sem við höfum verið að brasa síðustu daga eins og ísferðinni í Brynju, einnig viljum við minna á að á morgun fimmtudag er vorhátiðin okkar og hún byrjar 14:30 gaman væri að sjá ykkur sem flest 🙂  við erum einnig að fara að flytja yfir… Read More »

Vökuvellir-ísferð í Brynju

við fórum góðan göngutúr í morgun og gæddum okkur á ís í Brynju, í boði foreldrafélagsins. Síðan var leikið á leikvellinum við Aðalstræti. Fórum svo með strætó heim í leikskólann. Eftir hvíld sama dag borðuðum við úti í kaffinu, þar sem veðrið var mjög gott, ekki  mikil sól en mjög hlýtt.

Danskennsla í boði Foreldrafélags skólans

Foreldrafélag skólans fékk Evu Reykjalín til að koma og kenna börnunum dans. Hver deild fékk úthlutað 30 mínútna kennslu og virðast börnin hafa mjög gaman af. Mánudaginn 23. maí hitti Eva Tjarnarhól, Vökuvelli og Búðargil. Í dag, 30. maí hittir Eva svo Fífilbrekku, Sunnuhvol og Huldustein. Við segjum bara takk fyrir okkur.

Útskrift árgangs 2010

Í dag, 27. maí kl. 14:00 í sal Naustaskóla fer fram útskrift barna í árgangi 2010 en hópurinn telur 44 börn. Fyrst munu börnin vera með uppákomu fyrir gesti, síðan fer fram afhending útskriftarskjala, boðið veður upp á veitingar og að lokum er sýning á verkum barnanna inn á deildum.

Heimsókn frá Tónlistarskóla Akureyrar

Við fengum góða heimsókn í dag, 27. maí en vegna 70 ára afmælis Tónlistarskóla Akureyrar ákvað skólinn að heimsækja aðra skóla bæjarins og spila fyrir börnin. Heimir Ingimarsson kennari við tónlistarskólann kom og spilaði og söng bæði fyrir börnin og með börnunum. Þessi stund var virkilega skemmtileg og ljómuðu börnin eftir sönginn. Takk fyrir okkur.