Merki skólans var gert vorið 2007.  Það er sett saman úr teikningum eftir börn á Naustatjörn: Jóhönnu K. Sigurðardóttur, Tuma Snæ Sigurðsson, Patrek Gudmund Knutsen, Katrínu Þórhallsdóttur og Ernu Rún Halldórsdóttur. Samsetningu og vinnslu annaðist Gunnlaug Friðriksdóttir.
Sýn Naustatjarnar eru að börn og kennarar noti samfélag sitt, menningu og nátturu til að verða sjálfstæðir og ábyrgir einstaklingar sem virða og lifa í sátt og samlyndi við umhverfi sitt og hvert annað.


Skólastarfið
Starfsfólk
Deildir skólans
Fífilbrekka
Sunnuhvoll
Búðargil
Huldusteinn
Vökuvellir
Tjarnarhóll
Fréttabréf og dagatöl
Myndir í leik og starfi
Eldhús skólans
Fyrir foreldra
Samstarf við Naustaskóla
Húsið okkar
Ákvarðanir Skólanefndar
Tenglar

 


Veðurspá

 

16. desember:
í gær voru þær óvenjulegu aðstæður í skólanum að 11 starfsmenn voru frá vinnu. Við höfðum því samband við foreldra og óskuðum eftir því að þeir sem hefðu aðstöðu til, myndu sækja börn sín. Foreldrahópurinn brást afskaplega vel við þessari beiðni og ber að þakka sýndan skilning og velvilja í garð okkar hér á Naustatjörn. Takk kærlega fyrir okkur

4. desember:
Dagatöl frá Fífilbrekku, Sunnuhvoli, Búðargili, Huldusteini og Tjarnarhóli eru komin inn á síðuna. Einnig er kominn inn uppfærður matseðill.

Við minnum á jólaverkstæðið sem verður á morgun milli klukkan 09:30 - 11:00 og á milli klukkan 14:00-15:30. Verið hjartanlega velkomin.

1. október:
Við vorum að ljúka við brunaæfingu þar sem brunabjallan var sett í gang. Börnin vissu fyrirfram af æfingunni, hún sneri aðallega að því að þau æfðu sig í að fara í skó, fara í röð og fara á fyrirfram ákveðinn stað. Börnin stóðu sig að sjálfsögðu eins og hetjur og það tók
2½ mínútu að rýma skólann. Önnur æfing verður í haust en þá munu börnin ekki vita fyrirfram af þeirri æfingu.

Uppfært skóladagatal fyrir 2014 - 2015 er komið inn á síðu skólans.

 Í síðustu viku var nóg um að vera í skólanum. Þá hófu 26 börn skólagöngu sína hér og voru ásamt foreldrum í aðlögun. Það var þröng á þingi en allt gekk upp  með góðum vilja allra. Næstu vikur notum við svo til að kynnast öll betur í ró og næði eftir hvell síðustu viku en börnin okkar öll, bæði ný og gömul, standa sig eins og hetjur.

11. júlí:
.
Þá er komið að sumarlokun skólans þetta árið en skólinn er lokaður frá mánudeginum 14. júlí til og með mánudagsins 11. ágúst. Við opnum skólann aftur kl. 07:45 þriðjudaginn 12. ágúst.
Börnin sem voru á sumardeildinni mæta á Fífilbrekku þann 12. ágúst.

Það kveðja okkur hátt í 20 börn í dag og við þökkum þeim og fjölskyldum þeirra kærlega fyrir gott samstarf síðustu árin.
Einnig er Ragnheiður Vilmar Ingarsdóttir leiðbeinandi að hætta í dag en hún er að flytja til Danmerkur í nám.

Við vonum að þið njótið sumarsins og að allir komi endurnærðir og vel hvíldir eftir gott sumar í ágúst.

Tinna Unnarsdóttir grunnskólakennari á Fífilbrekku kveður okkur í dag og þökkum við henni kærlega fyrir samstarfið síðustu árin.


Þessa dagana er rólegt hjá okkur, nokkur hópur kennara og barna er komin í sumarleyfi og við njótum þess að eiga góðar stundir saman.

3. júní.
Þessa dagana eru við upptekin við að flytja börn á milli deilda auk þess sem við tökum á móti 20 nýjum börnum til okkar þriðjudaginn 10. júní.
Við höldum einnig grænfánahátíð og vorhátíð og lærum um náttúruna á náttúrudögum þennan mánuðinn.

Leysingarnar síðustu vikur hafa gefir börnunum okkar ótal tækifæri til sköpunar og leikja í útiveru. Hér eru nokkrar myndir af hugmyndaríkum krökkum í ganga og virkjanaframkvæmdum.

29. apríl:
Við fengum aldeilis góða heimsókn í dag. Einn pabbinn okkar kom með a.m.k. 10 tegundir af fiskum til að skoða. Við settum út borð í garðunum með fiskunum á, þar sem börnin gátu bæði horft, lyktað af og snert fiskana. Þetta var mikið ævintýri. Hér eru nokkrar myndir.

Þann 23. apríl fáum við að hlusta á Pollapönk flytja nokkur lög í sal Naustaskóla kl. 14:00. Er þessi uppákoma í boði foreldrafélags skólans og aftur segjum við takk fyrir okkur. Hér eru nokkrar myndir frá sýningunni.

31. janúar:

Við áttum alveg dásamlega stund saman í sal þegar fjórir af kennurum skólans, þau Helena, Una, Íunn og Sissi léku fyrir okkur Karíus og Baktus í tilefni tannverndardagsins.

Komin er fundargerð frá umhverfisnefndarfundi í morgun á vefinn.

--------------------------------------------------------------
Við óskum öllum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs
.

19. desember 2013:

gjaldskrá leikskóla er komin á síðuna undir Ákvarðanir Skólanefndar hér til vinstri. Dvalargjöld eru óbreytt frá gjaldskrá 2013 en sú breyting var gerð að dvalartími umfram 8 klukkustundir á dag er með 100% álagi. Fæði hækkar um 6%.


1. febrúar 2013:

Ný skýrsla
umhverfisnefndar komin á síðuna okkar hér

--------------------------------------------------------------
6. október 2011:
Upplýsingar um jákvæðan aga eru komnar á heimasíðuna okkar. Endilega smellið á slóðina ef þið viljið kynna ykkur agastefnu skólans.

--------------------------------------------------------------

 Leikskólinn Naustatjörn

Hólmatúni 2, 600 Akureyri
Sími:  462 3676 /
Fífilbrekka/Sunnuhvoll s: 460 4110
Mötuneyti 460 1020

Netfang:
naustatjorn@akureyri.is

Farsímar deilda:
Búðargil 660-7710
Huldusteinn 660-7711
Vökuvellir 660-7712
Tjarnarhóll 660-7713
Sunnuhvoll 660-7714
Fífilbrekka 660-7715
 
Opnunartími:
  7:45-16:15


 
Skólastjóri:
Jónína Hauksdóttir

Aðstoðarskólastjóri:
Þórlaug Þorfinnsdóttir
---------------------------------------------
 

Næsta lokun skólans:
2014 - 2015:

Skipulagsdagur
Föstudaginn 16. janúar.

Kennarafundur
Mánudaginn 9. febrúar kl. 08:00-12:00

Kennarafundur
Föstudaginn 13. mars kl. 12:15-16:15

Námskeiðsdagur
Föstudaginn 24. apríl

Kennarafundur
Mánudaginn 11. maí kl. 14:15-16:15
-----------------------------------------------


Information
på dansk

Information
in English

--------------------------------
Leikskólaumsókn:
Smelltu á tengilinn til að sækja um
á rafrænan hátt hjá Skóladeild Akureyrarbæjar

---------------------------------Skólanefnd - Fulltrúar / Fundargerðir
---------------------------------------------

Naustaskóli
--------------------------------------------

Í leikskóla er gaman - skólaval 2010

--------------------------------------------


Viðbragðsáætlun Naustatjarnar
--------------------------------------------

Við erum stoltir handhafar Grænfánans


Teikningar á síðunni gerðu
nemendur í Naustatjörn

Heimasíðan er gerð
í Microsoft Office Front Page
fyrir Internet
Explorer-vafra

Hönnun síðunnar:
© Gunnlaug E. Friðriksdóttir
Umsjón síðunnar:
Skólastjórnendur


 

Síðast uppfært 16.12.2014