Útskrift árgangs 2010

Í dag, 27. maí kl. 14:00 í sal Naustaskóla fer fram útskrift barna í árgangi 2010 en hópurinn telur 44 börn. Fyrst munu börnin vera með uppákomu fyrir gesti, síðan fer fram afhending útskriftarskjala, boðið veður upp á veitingar og að lokum er sýning á verkum barnanna inn á deildum.

Heimsókn frá Tónlistarskóla Akureyrar

Við fengum góða heimsókn í dag, 27. maí en vegna 70 ára afmælis Tónlistarskóla Akureyrar ákvað skólinn að heimsækja aðra skóla bæjarins og spila fyrir börnin. Heimir Ingimarsson kennari við tónlistarskólann kom og spilaði og söng bæði fyrir börnin og með börnunum. Þessi stund var virkilega skemmtileg og ljómuðu börnin eftir sönginn. Takk fyrir okkur.

„Teiknaðu sjálfan þig!“

Skemmtilegur misskilningur þegar maður ræðir við börnin stundum…. „teiknaðu nebbann og munninn og….“ Auðvitað litar barnið Á nebban og munninn og….. 🙂

Vökuvellir-vorboð

Við buðum foreldrum í vorboð fimmtudaginn 19. maí. Börnin voru með skemmtiatriði í sal og boðið var upp á muffins og kaffi/mjólk. Foreldrar gátu síðan skoðað myndir eftir veturinn inni á deild, sem og möppur barnanna. Bestu þakkir fyrir komuna.

Tjarnarhóll- Vorboð

Í gær var vorboðið okkar, við buðum upp á skemmtun og muffins og kaffi á eftir ásamt myndasýningu. Krakkarnir stóðu sig allir mjög vel. Nú eru komnar nokkrar myndir inn á heimasíðuna. Takk fyrir komuna Stelpurnar á Tjarnarhóli

Vorboð Huldusteins

Í gær héldum við vorboð á Huldusteini. Börnin voru búin að bíða í marga daga eftir þessum viðburði enda búin að æfa lögin vel sem þau sungu fyrir foreldra. Börnin stóðu sig frábærlega að venju og höfðu mjög gaman af að sýna verkin sín. Þá var líka boðið upp á súkkulaðibitasmákökur, kaffi og mjólk, þetta… Read More »

Tjarnarhóll-Nýjar myndir

Sæl veriði nú er búið að vera mikið um að vera hjá okkur í maí. Við fengum hesta í heimsókn og svo var danskennsla í boði foreldrafélgsins nú eru komnar myndir frá þessum atburðum inn á heimasíðuna endilega skoðið þær kveðja stelpurnar á Tjarnarhóli

Vökuvellir – Legó og ímyndunarafl

Það varð mjög góður leikur í gangi í leginu áðan. Kennari var búinn að búa til bát, og úr því varð góður sjóræningjaveröld. Enn það vantaði karla. Börnin létu það ekki stoppa sig og bjuggu bara til sjóræningjana sjálf

Búðargil

Viðburðir síðustu daga hafa verið mjög skemmtilegir. Við erum mjög glöð með hvað sveitaferðin heppnaðist vel og ekki skemmdi veðrið fyrir. Við þökkum ykkur fyrir góða þátttöku í henni. Einnig var vorboðið ánægjulegt og bestu þakkir kæru foreldrar og fjölskyldur fyrir komuna. Við vorum að setja inn myndir frá nokkrum viðburðum síðustu tveggja vikna. Góða helgi