Sunnuhvoll

Komin nokkur ný albúm. Myndir frá öskudeginum, nokkrar myndir frá nemendaskiptum sem við áttum með 1.bekk og svo nokkrar frá heimsókn sem við fórum í Hof þar sem við kynntumst Pílu Pínu aðeins. Kv.Júlía

Ævintýraferð á Huldusteini. 04.02.2016

Í morgun fórum við í ævintýraferð og tókum með okkur þoturassa upp á Tjarnarhólinn. Veðrið var dásamlegt og frábært að renna á fullu niður brattan og vaða svo snjóinn alla leið upp. Frábær stund með hraustum og glöðum börnum. Endilega skoðið myndir úr ferðinni undir flipanum „Myndir“.

Fífilbrekka – nemendaskipti við 1. bekk

Í dag var mjög skemmtilegur og öðruvísi dagur þar sem að öll börnin okkar fóru yfir í 1. bekk og unnu verkefni þar á meðan að 1. bekkur lék sér hjá okkur Myndir koma inn seinna í dag Bestu kveðjur kennarar Fífilbrekku

Myndasíða Vökuvalla

Góðan dag kæru foreldrar Nú fara myndir að koma inn hér ásamt fréttum frá okkur. Þið getið alltaf valið deildina (hægra megin á upphafssíðunni) til að skoða eingöngu færslur frá deildinni.

Myndir frá Sunnuhvoli

Jæja nú er þessi heimasíða að komast almennilega í gagnið. Við erum að læra að setja hér inn myndir og ætlum að vera dugleg að setja þær inn. Það hefur verið pínu flakk með myndir undanfarið, facebook ævintýrið stóð stutt yfir og svo hef ég sent ykkur slóð með google + síðunni okkar. En héðan… Read More »

Myndir frá Búðargili

Komið þið sæl. Nú erum við á Búðargili búin að læra að setja inn myndir og færslur á heimasíðuna okkar eftir facebookævintýrið. Nokkur myndaalbúm eru komin inn og við munum reyna að vera dugleg að setja inn færslur og myndir næstu dag. Myndasíðan er sameiginleg með öllum deildum og albúmin því sérmerkt deildunum. En að… Read More »

Myndir frá Tjarnarhóli

Þá er ég búin að læra að setja inn myndir og verður albúmum hlaðið inn næstu daga. Þegar eru komin 2 albúm á myndasíðuna. Kv. Halla

Tjarnarhóll.

Nú er ég að læra að setja inn myndir hér á þessa síðu og koma þær inn innan skamms. Kv. Halla