Merki skólans var gert vorið 2007.  Það er sett saman úr teikningum eftir börn á Naustatjörn: Jóhönnu K. Sigurðardóttur, Tuma Snæ Sigurðsson, Patrek Gudmund Knutsen, Katrínu Þórhallsdóttur og Ernu Rún Halldórsdóttur. Samsetningu og vinnslu annaðist Gunnlaug Friðriksdóttir.
Sýn Naustatjarnar eru að börn og kennarar noti samfélag sitt, menningu og nátturu til að verða sjálfstæðir og ábyrgir einstaklingar sem virða og lifa í sátt og samlyndi við umhverfi sitt og hvert annað.


Skólastarfið
Starfsfólk
Deildir skólans
Fífilbrekka
Sunnuhvoll
Búðargil
Huldusteinn
Vökuvellir
Tjarnarhóll
Fréttabréf og dagatöl
Myndir í leik og starfi
Eldhús skólans
Fyrir foreldra
Samstarf við Naustaskóla
Húsið okkar
Ákvarðanir Skólanefndar
Tenglar

 


Veðurspá

 

 8. apríl:
Í fengum við að njóta listar Bernd Ogrodnik en hann sýndi börnunum brúðuleiksýninguna Pétur og úlfurinn í boði foreldrafélags skólans. Við segjum bara takk kærlega fyrir okkur.

Þessa daganar eru börnin að bjóða foreldrum í vorboð. Endilega kynnið ykkur dag- og tímasetningar á vorboðum ykkar deilda.

Þann 23. apríl fáum við að hlusta á Pollapönk flytja nokkur lög í sal Naustaskóla kl. 14:00. Er þessi uppákoma í boði foreldrafélags skólans og aftur segjum við takk fyrir okkur.

Skólinn lokar mánudaginn 7. apríl vegna námskeiðsdags.

1. apríl:
Fréttabréf skólans og dagatöl fyrir apríl frá öllum deildum eru komin inn á síðuna fréttabréf og dagatöl. Einnig er matseðill fyrir apríl kominn inn á síðuna.

31. janúar:

Við áttum alveg dásamlega stund saman í sal þegar fjórir af kennurum skólans, þau Helena, Una, Íunn og Sissi léku fyrir okkur Karíus og Baktus í tilefni tannverndardagsins.

Komin er fundargerð frá umhverfisnefndarfundi í morgun á vefinn.

27. janúar:

Búið er að uppfæra skóladagatal fyrir 2013 - 2014. Helstu breytingar eru þær að nú er eingöngu ein deild í einu með afa- og ömmukaffi og vorboð, því þurfa foreldar og afar og ömmur ekki að hlaupa á milli deilda þegar kaffiboðin eru. Einnig var litadögum bætt við þegar opið er á milli deilda og var það gert að ósk foreldrafélagsins okkar.


Frá Skóladeild:
Á hverju ári berast skóladeild umsóknir þar sem foreldrar óska eftir að flytja börn sín milli leikskóla innan bæjarins. Að því tilefni vill skóladeild benda á eftirfarandi.
Aðalinnritun í leikskóla fer fram í marsmánuði 2014. Þá verður foreldrum sendur tölvupóstur með upplýsingum um leikskóla og dagsetningu aðlögunar. Því er mikilvægt að allar beiðnir um flutning hafi borist skóladeild Akureyrar fyrir 15. febrúar n.k. Ef umsóknir berast eftir þann tíma er ekki hægt að tryggja að flutningur geti átt sér stað fyrir væntanlegt skólaár.
Eyðublað um flutning milli leikskóla er að finna á heimasíðu skóladeildar
http://www.akureyri.is/skoladeild undir flipa „Beiðni um flutning milli leikskóla“.


--------------------------------------------------------------
Við óskum öllum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs
.

19. desember:

gjaldskrá leikskóla er komin á síðuna undir Ákvarðanir Skólanefndar hér til vinstri. Dvalargjöld eru óbreytt frá gjaldskrá 2013 en sú breyting var gerð að dvalartími umfram 8 klukkustundir á dag er með 100% álagi. Fæði hækkar um 6%.


18. desember:

Við erum búin að eiga góðar stundir í dag. Við dönsuðum í kringum jólatré í stóra salnum í Naustaskóla og Hurðaskellir og Kjötkrókur komu í heimsókn og gáfu börnunum bækur. Við borðuðum svo svínakjöt, brúnaðar kartöflur, jólasósu, baunir og rauðkál sem smakkaðist mjög vel.


1. nóvember:
Nýjustu fundargerðir umhverfisnefndar eru komnar inn á síðuna.


Nú eru komnar myndir af okkar glæsilega úrskriftarhóp sem útskrifaðist formlega úr skólanum 23. maí s.l. Það voru 52 börn sem voru í árgangi 2007 á Fífilbrekku og Sunnuhvoli.  Hér er hægt að sjá hópana.

30. október:
Hér sjáið þið foreldraráð næsta skólaárs, auk þess eru fundargerðir foreldarráðs eru neðar á síðunni. Fundargerð frá október er komin inn.
 

 

1. febrúar:
Ný skýrsla
umhverfisnefndar komin á síðuna okkar hér

--------------------------------------------------------------
6. október 2011:
Upplýsingar um jákvæðan aga eru komnar á heimasíðuna okkar. Endilega smellið á slóðina ef þið viljið kynna ykkur agastefnu skólans.

--------------------------------------------------------------

 Leikskólinn Naustatjörn

Hólmatúni 2, 600 Akureyri
Sími:  462 3676 /
Fífilbrekka/Sunnuhvoll s: 460 4110
Mötuneyti 460 1017
Netfang:
naustatjorn@akureyri.is
 
Opnunartími:
  7:45-16:15


 
Skólastjóri:
Jónína Hauksdóttir

Aðstoðarskólastjóri:
Þórlaug Þorfinnsdóttir
---------------------------------------------
 

Næsta lokun skólans:
2014:

Skipulagsdagur.
Mánudagur 10. mars 

Námskeiðsdagur
Mánudagur 7. apríl

Mánudagur 12. maí kl. 12:15

Sumarlokun
14. júlí til og með 11. ágúst
-----------------------------------------------


Information
på dansk

Information
in English

--------------------------------
Leikskólaumsókn:
Smelltu á tengilinn til að sækja um
á rafrænan hátt hjá Skóladeild Akureyrarbæjar

---------------------------------Skólanefnd - Fulltrúar / Fundargerðir
---------------------------------------------

Naustaskóli
--------------------------------------------

Í leikskóla er gaman - skólaval 2010

--------------------------------------------


Viðbragðsáætlun Naustatjarnar
--------------------------------------------

Við erum stoltir handhafar Grænfánans


Teikningar á síðunni gerðu
nemendur í Naustatjörn

Heimasíðan er gerð
í Microsoft Office Front Page
fyrir Internet
Explorer-vafra

Hönnun síðunnar:
© Gunnlaug E. Friðriksdóttir
Umsjón síðunnar:
Skólastjórnendur


 

Síðast uppfært 08.04.2014